Um okkur

Harajuku Apparel hófst sem skartgripalína sem sótti innblástur sinn í götustíl Austur- og Suðaustur-Asíu, þar sem nafnið Harajuku á sér rætur.
Orðið Harajuku er borið fram sem: ha-ra-djú-ku.
Merkið var stofnað árið 2018 með það að markmiði að auka fjölbreytni í skartgripum og koma með nýja sýn á skartgripamenningu hérlendis.
Við höfum haldið áfram að leggja áherslu á fjölbreytileika, en höfum nú einnig fært okkur út í fatnað. Við leitum áfram til Asíu eftir innblæstri, og sérstaklega til Harajuku-hverfisins í Tokyo, þar sem tískan hefur lengi verið rík af fjölbreyttum og skemmtilegum blöndum af ýmsum undirmenningum. Þar má sjá áhrif frá stefnum eins og pönk, kawaii-tísku og DIY (“Gerðu það sjálfur”) hugmyndafræði, svo fátt eitt sé nefnt.
Okkar markmið er að fylgja þessum sömu áherslum með vönduðum, handskreyttum flíkum og einstökum útfærslum sem undirstrika tjáningarfrelsi tískunnar. Með þessu leggjum við okkar framlag til tískumenningar á Íslandi.
Hver flík er framleidd í takmörkuðu upplagi, og við leggjum áherslu á nýsköpun í hverri línu. Vandvirkni og metnaður er haft að leiðarljósi í hverri flík, svo viðskiptavinir okkar geti valið sér einstakar flíkur sem endast og standa fyrir þeirra persónulega stíl 

FW/24 X IZLEIFUR

FW/24

evmlookbook_expertvillagemedia
evmlookbook_expertvillagemedia

SS/24